Lögregla handtók konu eftir umferðaróhapp í gærkvöldi. Er hún grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en sem betur fer urðu engiin slys á fólki. Hótelgestur gekk berserksgang í gærkvöldi. Hann skemmdi muni í herbergi sínu og hótaði starfsfólki sem varð til þess að það hringdi á lögreglu. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort gesturinn hafi verið handtekinn en málið er í rannsókn. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð út í Hafnarfjörðinn vegna rifrildis milli fólks. Þegar þangað var komið hafði fólkið róað sig niður og ekki var þörf á inngripi lögreglu. Skömmu síðar hafði athugull íbúi samband við lögreglu og sagði frá því að grunsamlegir menn væru að taka myndir af húsum. Mennirnir voru á bak og burt þegar komið var á staðinn. Þá sinnti lögregla einnig umferðareftirliti og öðrum minniháttar brotum.