Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Brota­vilji hjá mót­mæl­end­um: „Finnst eins og fólki langi dá­lítið til að búa í Banda­ríkj­un­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna – Fjöln­ir Sæ­munds­son – ætlar per­sónu­lega að hafa sam­band við ráðherra og þing­mann Vinstri grænna vegna um­mæla þeirra um lög­reglu­menn í framhaldi af mót­mæl­unum við Skugga­sund í síðustu viku.

„Lög­reglu­menn eru væg­ast sagt dá­lítið pirraðir á þess­ari orðræðu því þeir telja sig bara vera að vinna vinn­una sína. Vissu­lega geta ein­stak­ling­ar farið yfir mörk­in, það bara því miður ger­ist, en við sjálf reyn­um að hafa eft­ir­lit með hvort öðru og svo er eft­ir­lits­nefnd,“ sagði Fjöln­ir í sam­tali við mbl.is vegna um­mæla Jó­dís­ar Skúla­dótt­ur, þing­manns VG.

Hún sagði á Alþingi að hún læsi allt að því dag­lega um að lög­regla fari offari í aðgerðum sín­um; beiti valdi og hörku gegn al­menningi.

Fjölnir telur að slík orðræða sé til þess fall­in að kasta rýrð á lög­reglu­stétt­ina í heild sinni:

„Mér finnst það. Mér finnst eins og fólki langi dá­lítið til að búa í Banda­ríkj­un­um og haldi að það sé alltaf eitt­hvað voðal­egt lög­reglu­of­beldi. Ég held að lög­reglu­of­beldi sé nú eitt­hvað allt annað en að dreifa ein­hverj­um mót­mæl­end­um,“ svar­ar Fjöln­ir.

Fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra – Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son – hef­ur beðið ráðuneyt­is­stjóra for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins um að fara vandlega og vel yfir verk­ferl­a og ákv­arðanir lög­reglu; Guðmundur Ingi stýrði rík­is­stjórn­ar­fund­i á föstu­dag í fjar­veru Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Og í færslu á samfélagsmiðlinum In­sta­gram sagði hann að lög­regl­an hefði beitt valdi gagn­vart almennum borg­ur­um er hefðu verið að nýta rétt sinn til að mót­mæla:

- Auglýsing -

„Ég er bú­inn að fá mörg sím­töl frá lög­reglu­mönn­um þar sem ég er beðinn um að gera bæði at­huga­semd­ir við þessi orð Jó­dís­ar og ekki síður orð Guðmund­ar Ing­a, þegar hann vildi að for­sæt­is­ráðuneytið myndi skoða ein­hver mót­mæli. Við erum með eft­ir­lits­stofn­un sem sér um svona og hún hef­ur sýnt sig að hún stend­ur und­ir sínu og hef­ur eft­ir­lit með lög­regl­unni – fær alltaf öll gögn,“ sagði Fjöln­ir, sem kveðst gera ráð fyr­ir að hafa sam­band per­sónu­lega við bæði Guðmund Inga og Jó­dísi.

„Það er bannað að loka göt­um án þess að fá leyfi frá lög­reglu og þér ber að hlýða lög­reglu, við lít­um þannig á það. Við vit­um ekki hvað gekk á á und­an, hversu oft var búið að biðja fólk um að færa sig með öðrum aðferðum,“ sagði Fjölnir og bætti við:

„Eins og ég skil þetta þá voru þeir marg­bún­ir að biðja fólk um að fara af göt­unni og það fór alltaf aft­ur, af því að lög­regl­an hafði kannski ekki nógu mik­inn mann­skap til að raða sér upp eft­ir göt­unni svo eng­inn kæm­ist fram hjá þeim,“ sagði Fjöln­ir og bætti við að þetta sé ein­beitt­ur brota­vilji hjá mót­mæl­end­um að leggj­ast ávallt aft­ur á göt­una.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -