Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Brotist inn í Hamborgarabúlluna í Spönginni: „Þetta voru ekkert sérlega skipulagðir glæpamenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brotist var inn í Hamborgarabúllu Tómasar í Spönginni í nótt.

Síðastliðnu nótt brutust tveir menn inn í Hamborgarabúllu Tómasar í Spönginni í Grafarvogi. Ekki græddu mennirnir mikið á innbrotinu en tvær rúður voru brotnar.

„Þeir stálu kippu af bjór og skúffunni með skiptimyntinni, þannig að þeir græddu nú ekki mikið á þessu,“ segir Sigurður Bjarnason, framkvæmdarstjóri Hamborgarabúllu Tómasar í samtali við Mannlíf og bætti við: „Þetta voru ekkert sérlega skipulagðir glæpamenn.“

Skemmdirnar voru töluverðar.
Ljósmynd: Brynjar Birgisson

Sigurður sagði að mennirnir hafi farið nokkuð óvenjulega leið við innbrotið. „Þeir köstuðu einhverjum þungum bílavarahlut og brutu tvær rúður, til að komast inn.“

Aðspurður hvort mennirnir hafi náðst á öryggismyndavél sagði Sigurður þá hafa hulið andlit sín. „Þeir huldu andlitin en þeir voru á bíl og lögreglan er að athuga hvort hún geti fundið hann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -