- Auglýsing -
Eldur hefur komið upp í Hreyfilshúsinu við Grensás. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu er á staðnum. Umferð um Fellsmúla er lokuð. Mikinn reykjarmökk og fnyk leggur yfir svæðið. Fólki er ráðlagt að loka gluggum í nágrenni við brunann.
Slökkviliðið telur sig hafa náð tökum á eldinum sem kom upp í smurverkstæði. Dekkjalager er í húsnæðinu og er því mengun talsverð og eldsmatur mikill og erfiður viðureignar.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/02/N1-smurstod-300x82.jpg)
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum. Fólk er beðið að halda sig fjarri.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/02/IMG_9874-300x225.jpeg)
Fréttin verður uppfærð.