Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Bryndís Arna sigurstranglegust í kosningum um besta leikmanninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bryndís Arna Níelsdóttir þykir sigurstranglegust.

KSÍ hefur sent frá sér tilkynningu um hvaða fjórir leikmenn koma greina sem besti leikmaður Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Arna Sif Ásgrímsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir, Katherine Amanda Cousins og Sandra María Jessen eru tilnefndar en líklegt verður að teljast að Bryndís Arna muni vinna þessa kosningu örugglega enda hefur hún sýnt það að hún er langbesti framherji landsins um þessar mundir. Sennilega verður þetta seinasta tímabilið sem Bryndís spilar á Íslandi en hún hefur hug á að fara í atvinnumennsku samkvæmt heimildum Mannlífs.

Sjá nánar: Furðulegt val Þorsteins harðlega gagnrýnt: „Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta“

Hægt er að lesa tilkynningu KSÍ hér fyrir neðan:

„Í dag, föstudag, fer fram lokaumferðin í Bestu deild kvenna þar sem Valur tekur á móti Íslandsmeistaraskildinum. Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar ásamt því að velja besta dómarann. Í fyrra var bryddað upp á þeirri nýjung að afhjúpa hvaða fjórir leikmenn voru efstir í kjörinu áður en lokaumferðin fer fram og ákveðið var að gera það einnig í ár. Hér að neðan má finna nöfn þeirra leikmanna sem voru efstir eftir að kosningu lauk (nöfn leikmanna eru í stafrófsröð). Öll verðlaunin verða afhent í aðdraganda leikja kvöldsins.

Besti leikmaður Bestu deildar kvenna (efstu fjórar)

- Auglýsing -

Arna Sif Ásgrímsdóttir – Valur
Bryndís Arna Níelsdóttir – Valur
Katherine Amanda Cousins – Þróttur
Sandra María Jessen – Þór/KA

Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna (efstu fjórar)

Fanney Inga Birkisdóttir – Valur
Ísabella Sara Tryggvadóttir – Valur
Katla Tryggvadóttir – Þróttur
Sædís Rún Heiðarsdóttir – Stjarnan

- Auglýsing -

Verðlaun til besta og efnilegasta leikmanns efstu deildar kvenna, „Flugleiðahornin“, voru fyrst afhent 1994. Þá var Katrín Jónsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn og Margrét Ólafsdóttir valin besti leikmaður deildarinnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -