Alls sóttu sex einstaklingar um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Greint frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gegnt embættinu frá 2017 en hún hefur verið ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi.
Hægt er að sjá hóp umsækjenda hér fyrir neðan
Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur
Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur
Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur
Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur
Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri
Jafnréttisstofa heyrir undir forsætisráðuneytið og er staðsett á Akureyri.