Bryndís nokkur skilur ekkert í gífurlegri hækkun Heimkaupa á nokkrum dögum á vöru sem hana vantaði úr versluninni. Hækkunin nemur ríflega 500 prósentum og fékk hún þau svör að þetta hafi verið nauðsynlegt vegna hækkunar innkaupaverðs frá birgja.
Bryndís bendir á okrið inni í verðlagseftirlitshópi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þar segir hún:
„Heimkaup með ca 500 prósenta hækkun. Fös, lau og sun sama verð á sama hlutnum, reyndi að kaupa um kl 3 í gær ásamt mörgu öðru. Hvað er málið? Sendi mail og sagt já hækkun frá birgja. Einmitt, hækkun um 500 prósent á tveim tímum.“
Fjölmargir undra sig á þessum viðskiptaháttum Heimkaupa og þessari miklu hækkun á skömmum tíma. Ása hefur því miður séð þetta gerast áður hjá versluninni. „Gerðu nákvæmlega sama í fyrra, magnað að komast upp með þetta,“ segir Ása.
Kristín er hneyksluð. „Vá helvíti dýrt. Svakalega þarf maður að vera vakandi fyrir þessu,“ segir Kristín. Það er Birgir líka. „Ruslfyrirtæki með ruglverðlagningu, segir Birgir ákveðinn.
Carlotta lætur ekki bjóða sér þetta. „Hef 1 sinni verslað við þetta fyrirtæki og þá ofbauð mér verðið , svo ég þakka bara fyrir mína heilsu og að geta farið sjálf að versla, og þá í Bónus,“ segir Carlotta.