Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Brynjar bítur frá sér: „Hefði alveg treyst mér til að beygja mig niður og ræða við Villa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stærsta ritdeila ársins (hingað til), heldur áfram.

Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hafa átt í opinberum deilum að undanförnu sem fram hefur farið fyrir framan alþjóð á Facebook. Eins og áður hefur komið fram í fréttum sauð upp úr á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum en Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður er sagður hafa reiðst mjög er sonur Brynjars, Helgi, hélt uppistand á blótinu. Brynjar skrifaði um það Facebook-færslu, án þess þó að nefna Vilhjálm á nafn. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, tók upp hanskann fyrir kollega sinn, Vilhjálm og lét Brynjar hafa það óþvegið í athugasemdum við færsluna. Brynjar varðist með hæðnina að lofti en þegar slagurinn var á enda var erfitt að sjá hvort hefði unnið, kannski töpuðu þeir báðir.

Sjá einnig: Vilhjálmur æpti á soninn
Sjá einnig: Sveinn Andri hjólar í Brynjar: „Sterk vísbending um biturð á lokastigi“

Nú hefur Brynjar aftur sett á sig boxhanskana og gerir gys að Sveini Andra og Vilhjálmi í nýrri Facebook-færslu. Í færslunni segist hann skilja „ólund“ Vilhjálms út í hann. „Ef ég væri ekki ég sjálfur þyldi ég mig ekki,“ skrifaði Brynjar og bætti við að það skipti máli hvernig menn kæmu óánægju sinni á framfæri, „ef menn ætla ekki að verða að athlægi.“ Og áfram hélt hann: „Það er ekki mikill bragur á því að vaða að sviðinu í miðju atriði til að vera með gífuryrði gagnvart fjölskyldu unga mannsins og ekki síst föður hans. Hefði verið nær að vaða í mig sem var á staðnum. Ég hefði alveg treyst mér til að beygja mig niður og ræða við Villa um hvað sem er, jafnvel um Gucci, Armani og alla þá bræður.“

Segir hann að það hefði hugsanlega verið betra fyrir þá feðga að gera ekki grín að Vilhjálmi. „Sonurinn gat svo sem lítið annað gert til að sleppa úr prísundinni. Svo gat ég eiginlega ekki á mér setið. Viðurkenni að það var ótuktarskapur en Villi átti það eiginlega soldið skilið. Svo hélt ég að hann hefði sæmilega breitt bak. Hann lætur allavega þannig.“

Að lokum segist Brynjar nú hafa lokið umræðu sinni um Vilhjálm og Svein Andra, „allavega í bili“ og halda sig við Gísla Martein og Björn Leví. „Nú hef ég lokið umræðu minni um Villa Vill og Svein Andra, allavega í bili. Maður á ekki að ergja stjörnulögmenn, það mun bara koma í bakið á manni. Held að ég haldi mig bara við Gísla Martein og Björn Leví. Þeir eru með breið bök og svara skemmilega fyrir sig.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -