Í færslunni gerir fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson stólpagrín að Píratanum Dóru Björt Guðjónsdóttur en hann segir hana aðeins kunna þrjú orð.
„Oft getur verið snúið fyrir borgarstjórann og meirihlutann í borginni að svara fyrir verk sín og verkleysið. Það vefst þó ekki fyrir formanni umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar. Hún hefur lært þrjú orð, sem eru falsfréttir, upplýsingaóreiða og misskilningur, og notar þau sitt á hvað þegar allt er í óefni og lítið um svör.“
Því næst telur Brynjar upp þau viðbrögð sem hann segir Dóru hafa sýnt í nokkrum málum sem vakið hafa athygli síðustu ár.
Að lokum skýtur Brynjar fast á Dóru: