Aðstoðamaður dómsmálaráðherra og fyrrum alþingismaðurinn Brynjar Níelsson skrifar oft færslur á Facebook sem bæði gleðja og stuða, eftir því hvar lesandinn mælist á áttavitanum. Í nýlegri færslu hefur Brynjar „fræga fólkið“ að háði og spotti fyrir að „agnúast útí einkabílinn“ en þar á hann að öllum líkindum við Gísla Martein Baldursson sjónvarpsmann, sem hefur verið óþreytandi í gagrýni sinni á bílnotkun landans.
Færslan vakti gríðarlega lukku en hátt í 900 manns „lækaði“ hana og ríflega 180 athugasemdir voru skrifaðar við hana. Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Fræga fólkið, sem býr miðsvæðis í borginni með alla þjónustu í kringum sig og þarf aldrei að fara lengra en upp í Efstaleiti, agnúast stöðugt úti einkabílinn. Það er orðið svo viðkvæmt að það nær ekki andanum ef bíll keyrir framhjá eða einhver leysir vind nálægt því.