Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Brynjar minnist fallins félaga: „Jafet var þægilegur maður og hafði marga góða eiginleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson minnist Jafets S. Ólafssonar, í nýrri færslu á Facebook.

Þingmaðurinn fyrrverandi, Brynjar Níelsson minnist Jafets S. Ólafssonar sem lést á dögunum en færslan er einlægari en flestar aðrar færslur hans, eðli málsins samkvæmt. „Aldrinum fylgir tíðari jarðarfarir. Nú er svo komið að það líður varla vika án þess að maður kveðji ekki einhvern félaga. Í dag kvaddi ég Jafet S. Ólafsson, sem var enn á besta aldri.“

Brynjar segist hafa séð Jafet fyrst í Valsheimilinu á Hlíðarenda, þegar hann var barn og Jafet unglingur. „Hann var umburðarlyndur og þolinmóður gagnvart þessum háværa barnaskríl og reyndi að leiðbeina okkur eftir bestu getu.“

Samkvæmt Brynjari voru samskiptin ekki mikil í gegnum tíðina á milli þeirra Jafets en þeir hafi þó alltaf tekið spjall þegar þeir hittust á Hlíðarenda, á briddsmóti eða á förnum vegi. „Jafet var þægilegur maður og hafði marga góða eiginleika. Dugnaðarforkur og lagði mikið á sig í vinnu og ólaunuðu félagsstarfi í gegnum tíðina. Svo var hann sjálfstæðismaður, Valsari og briddsari. Einhver myndi segja að það væri hin fullkomna þrenning.“

Að lokum rifjar Brynjar upp þegar Jafet, sem hafði þá gengt embætti forseta Briddsambands Íslands um árabil, kom að máli við hann fyrir tveimur árum en hann tjáði þingmanninum fyrrverandi að nú vantaði nýja forseta sambandsins og að sá maður væri Brynjar sjálfur. „Ég hváði og spurði hvernig honum dytti þetta í hug. „Tja, okkur vantar óumdeildan mann í þetta embætti“, svaraði hann um hæl,“ skrifaði Brynjar og bætti við: „Já, sæll! Bætti svo við að Briddssambandið væri fjárvana félagsskapur og að briddsspilarar væru einstaklega sérlundaðir menn og því erfiðir viðfangs. Skipti þá engu af hvaða kyni þeir væru af þeim fjölmörgu sem nú væru í boði. En kosturinn við þetta embætti væri sá að erlendis værum við hjónin ávörpuð sem President og First lady.

Takk fyrir samverustundirnar og hvíl í friði.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -