Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Brynjar montar sig af því hvað hann er leiðinlegur: „Allt er þetta mjög lýsandi um minn karakter“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að Brynjar Níelsson, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, finnist það dyggð en ekki skömm hve leiðinlegur hann er. Í það minnsta er það eitt algengasta umræðuefni hans á Facebook og nú í hádeginu birtir Brynjar enn einn pistil um hvað hann er leiðinlegur. Að þessu sinni ræðir hann hve líkur hann sé nokkrum þekktum fúlmennum úr skáldverkum, og virðist stoltur af því. Færslan fær þó tugi hlátur-læka svo sitt sýnist hverjum um hversu leiðinlegur hann er.

Pistill Brynjars í heild sinni

Nú er svo komið að ég fer í taugarnar á sífellt fleira fólki. Sennilega stutt í það að ég verði einstæðingur búandi í bakhúsi á Grettisgötu. Meira að segja Björn Leví, sem ég hélt að elskaði mig, er um það bil að bugast. Hann kemur gjarnan á fésbókarvegginn minn og kvartar yfir að ég uppnefni menn listaspírur, gáfnaljós, skattakónga og þar eftir götunum. Ég hélt að þetta væru bara góð nafnorð sem væru lýsandi fyrir viðkomandi og síður en svo niðrandi.

Í mínum kreðsum er ég uppnefndur Morrinn, sem er þekkt persóna úr Múmínálfunum og þykir neikvæður og hornóttur. Þegar nær dregur jólum er ég gjarnan kallaður Ebenezer Scrooge, sem er ekki ólíkur Morranum en mjög nískur að auki. Allt er þetta  mjög lýsandi um minn karakter nema kannski nískan. Þetta er ekki níska heldur er ég að styðja seðlabankastjóra í baráttunni við verðbólguna og vextina.

Vel getur verið að þessi karaktereinkenni mín séu merki um mikla vanlíðan. En ég tel að forréttindakarlar, sem upplifi sig sem kúgaðar íranskar konur í klerkaveldinu, þjáist af mun meiri vanlíðan. Hugur minn er samt mest hjá starfsmönnum stjórnarráðsins sem standa sveittir alla daga við að svara fáránlegum spurningum frá þingmönnum, sem halda að þjóðin hafi kosið þá til að hafa eftirlit með öllum. Ég mæli með að þessir þingmenn spyrji herra Google fyrst. Það eru meiri líkur á að hann geti svarað þessum spurningum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -