Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður nýr aðstoðarmaður Jón Gunnarssonar, innanríkisráðherra.
Þessu er greint frá á Vísi.
Jón Gunnarsson er á vef stjórnarráðsins titlaður innanríkisráðherra, en hann er með því að taka við dómsmálaráðuneytinu.
Brynjar er flestum kunnugur eftir þingsetu sína og oft og tíðum umdeild ummæli. Hann á einnig að baki langan feril sem lögmaður.
Jón Gunnarsson er þar með kominn með tvo aðstoðarmenn. Fyrir var hann með Hrein Loftsson, sem einnig var aðstoðamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þegar hún fór fyrir dómsmálaráðuneytinu á síðasta kjörtímabili.