Brynjar Níelsson hæðist að flestu á milli himins og jarðar í nýjustu færlu sinni á Facebook.
Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni um Kvennaverkfallsdaginn en hann skrifaði Facebook-færslu sem löðrar í kaldhæðni. Er hann þekktur fyrir að vera ófeiminn við að láta óvinsælar skoðanir sínar í ljós. Í færslunni gerir hann stólpagrín að sjálfum sér og öðrum, þó aðallega öðrum. Sagði Brynjar að það hefði ekki verið þeim ljóst, honum og eiginkonunni Soffíu, hvort þeirra ætti að vera í verkfalli í dag. Hún hafi lengi fengið meira borgað en hann en að hann væri þó meiri „kerling í víðustu merkingu þess orðs.“ Og bætti svo við: „Mætti eiginlega segja að við værum tvær lesbíur í eldri kantinum.“
Þá getur Brynjar ekki stillt sér um að gera grín að sósíalistum, sem hann segir að hafi „ríkari réttlætiskennd en aðrir og berjast fyrir réttlátara og betra samfélagi.“ Einnig talar hann um öfgahægrimenn: „Við öfgahægrimennirnir sláum ekki hendinni á móti harkalegum fasisma.“ Spyr hann einnig hver vilji fá Sóleyju Tómasdóttur og Drífu Snædal á móti sér, „sem samt eru svo blíðlegar og öfgalausar.“
Þessa færslu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.