Í nóvember auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness og Hins vegar er um að ræða setningu dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sett verður í það embætti frá og með 1. janúar 2025, eða hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar ráðherra umsögn sinni, til og með 31. desember 2025. Athygli vekur að tveir umsækjendur eru fyrrverandi þingmenn en Arndís Anna var þingmaður Pírata en sóttist ekki eftir því að komast á þing og svo Brynjar Níelsson sem var lengi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Umsóknarfrestur rann út þann 2. desember síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtalin:
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður (bæði embættin),
Brynjar Níelsson lögmaður (eingöngu um setningu),
Jónas Þór Guðmundsson lögmaður (eingöngu um skipun),
Sindri M. Stephensen dósent og settur héraðsdómari (bæði embættin).
Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstunni.