Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Brynjar segir vegið að tjáningarfrelsi sínu: „Ég skrifaði saklausa færslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ósanngjarnt að tengja saman starf hans og skoðanir. Hann megi tjá sig eins og honum sýnist þó hann sé aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, það tryggi stjórnarskráin. Þetta segir Brynjar á Facebook en færsla sem hann birti um helgina hefur verið harðlega fordæmd af morgum. Þó Brynjar sé vanur úlfúð þá hefur hún sjaldan verið svo mikil.

Í stuttu máli þá sagðist Brynjar sammála niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna um að banna þungunarrof. Það eitt og sér er vissulega óvinsælt meðal flestra Íslendinga en það bætti ekki úr skák að Brynjar var fyrst og fremst að gera grín að málinu í færslunni umdeildu, en hana má sjá í heild sinni hér. Rétt í þessu skrifar Brynjar svo á Facebook:

„Ég skrifaði saklausa færslu um lögfræði og lýðræði í gær í tengslum við dóm hæstaréttar BNA um að réttindi til þungunarrofs ætti að afgreiða á vettvangi lýðræðislega kjörinna fulltrúa fólksins. Þannig virkaði lýðræðið. Menn geta haft ýmsar skoðanir í þessum efnum og jafnvel fundist eðlilegt að umboðslausir dómarar setji lög og reglur um þungunarrof með því að skyggnast inn í líklegan hugarheim bandaríska stjórnarskrárgjafans fyrir 250 árum til að finna út vilja hans til þungunarrofs. Mér finnst bara eðlilegra að kjörnir fulltrúar fólksins taki ákvörðun um þetta efni með lýðræðislegum hætti en ekki umboðslausir dómarar. Þannig er það á Íslandi.“

Líkt og fyrr segir finnst honum að sér vegið.  „Ólíkt mörgum er ég hvorki hneykslaður né misboðið þótt einhver sé annarrar skoðunar en ég. Áberandi er, einkum hjá þeim sem kenna sig við víðsýni og umburðarlyndi, að það verður gjarnan misboðið og hneykslað yfir andstæðum skoðunum. Þær eru ýmist til skammar eða hatursorðræða. Að auki eru þeir sem eru með andstæðar skoðanir ógeðslegir, sérstaklega Jordan Peterson. Því þarf að beita viðurlögum í glímunni við slíkar skoðanir að mati víðsýna og umburðarlynda fólksin,“ skrifar Brynjar.

Hann segist svo vilja senda fólkið í endurmenntun. Fólkið  sem gagnrýni hann geti ekki kennt sig við umburðarlyndi nema það umberi hann. „Ég held að þetta ágæta fólk þyrfti að fara á námskeið þar sem farið er yfir merkingu á helstu hugtökum, eins og víðsýni, frjálslyndi umburðarlyndi og ekki síst fasisma. Þá væri örugglega til bóta að kenna í skólum hugmyndafræðina á bak við vestrænt lýðræði, þrískiptingu ríkisvaldsins og stjórnskipunina almennt. Og bjóða stjórnmálamönnum, blaðamönnum og forkólfum í lista- og menningarlífinu að sitja í þeim tímum með unga fólkinu, endurgjaldslaust að sjálfsögðu,“ segir Brynjar og bætir við að lokum:

„Þá virðist það trufla víðsýna og umburðarlynda fólkið sérstaklega að pólitískur aðstoðarmaður dómsmálaráðherra viðri skoðanir sínar í málum sem eru til umræðu í samfélaginu. Virðingin fyrir tjáningafrelsi annarra er ekki mikil hjá þessu fólki. Pólitíski aðstoðarmaðurinn er nú varaþingmaður auk þess sem hann hefur ekki afsalað sér tjáningarfrelsinu, sem vel að merkja er stjórnarskrárvarið.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -