Hinn fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Brynjar Níelsson er greinilega kominn aftur heim frá menningarferð sinni til Berlínarborgar en hann sparar ekki hæðnina í nýjustu Facebook-færslu sinni. Þar tekur hann meðal annars hanskann upp fyrir Samtökunum 22, sem margir telja haturssamtök gegn transfólki en þau harðneita fyrir það. Þá gerir hann stólpagrín að Gísla Marteini vegna stuðningsyfirlýsingu hans gagnvart Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra, á X-samfélagsmiðlinum.
Þá tekur hann einnig fyrir lausnir í loftslagsmálum og rífur þær í sig þar til nánast ekkert stendur eftir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:
„Dagur 5 í Reykjavík. Tók eftir því á degi 1455 hjá gamla vélstjóranum á Tene að þeir sem eru ósammála honum í transhugmyndafræðinni eru auðvitað hatursfullir hægri öfgamenn, sem er einföld leið til að eyða allri rökræðu. Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að vélastjórinn fyrrverandi væri gamall kommi og hefði verið blaðamaður á sumrin hjá Þjóðviljanum gamla með vélstjóranáminu.