Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Brynjar telur kristin gildi vera lausnina við ofbeldi ungmenna: „Þurfum að líta í eigin barm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson telur að kristileg gildi, ást og hæfilegur agi vera lausnina gegn auknu ofbeldi meðal ungmenna á Íslandi.

„Sá hörmulegi atburður gerðist að ung stúlka hlaut bana af hnífsstungu á Menningarnótt. Alvarlegt ofbeldi ungmenna virðist alltaf koma okkur á óvart, rétt eins og sífellt lakari námsárangur grunnskólabarna í lestri og reikningi. Þegar við erum í uppnámi myndast kjörlendi fyrir tækifærissinna og populista til að láta ljós sitt skína.“ Þannig hefst færsla Brynjars Níelssonar en eftir hinn hræðilega atburð þegar 17 ára stúlka var myrt og tvö 16 ára ungmenni voru særð á Menningarnótt, auk annarra frétta af ofbeldi ungmenna undanfarið, hefur hver málshefjandi manneskja tjáð sig á samfélagsmiðlunum á fætur annarri um það hvað sé best að gera til að uppræta ofbeldið í samfélaginu enda afar verðugt umræðuefni. Og sitt sýnist hverjum, eðilega. Brynjar, heldur áfram þeim upptekna hætti í nýju færslu sinni að skjóta á pólitíska andstæðinga og segir:

„Eins og við vitum er enginn skortur á tækifærissinnum í pólitík. Nú ætla þeir að stöðva ofbeldið eins og þeir ætluðu að gera Ísland fíkniefnalaust á sínum tíma. Tækifærissinnar líta aldrei svo a að við berum sjálf ábyrgð á hegðun okkar og foreldrar beri einhverja ábyrgð á börnum sínum, heldur að skólarnir og „kerfið“ hafi brugðist. Því þurfi meiri fjármuni í „kerfið“ til að koma í veg fyrir ofbeldi.“

Neitar Brynjar að „einhver óskilgreind kerfi“ hafi brugðist ungmennum á Íslandi:

„Það er ekki einhver óskilgreind kerfi sem hafa brugðist. Úrræði og aðstoð við þá sem glíma við erfiðleika í lífinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og áratugi. Hvert og eitt okkar verður að líta meira í eigin barm og taka meiri ábyrgð í stað þess að skella alltaf skuldinni á aðra eða „kerfið“. Þá fyrst næst einhver árangur í baráttunni.“

En hver er lausnin að mati Brynjars? Jú, kristileg gildi, ást og agi.

- Auglýsing -

„Lengi hefur verið vitað að maðurinn er ófullkominn og átt í bölvuðu basli með að búa í samfélagi. Áhersla á kristileg gildi í uppeldinu ásamt ást, umhyggju og hæfilegum aga er örugglega farsælt veganesti fyrir hvern einstakling út í lífið og fyrir samfélagið í heild.
Fyrir þá sem er alvarlega misboðið yfir þessari færslu er bent á að opið er fyrir athugasemdir og svívirðingar á vegg mínum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -