Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Búast má við að heitavatnsleysið vari í viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upplýsingafundur Almannavarna ríkislögreglustjóra var haldinn í dag. Honum stýrði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna fóru yfir stöðuna á Reykjanesskaga.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku benti á að í nótt hafi verið hafist undirbúningur við nýja lögn. Í dag var hafist handa við að hana sjóða saman. Hafin er lagning nýs vegar yfir hraunið. Áætlað er að eftir einhverja daga sé unnt að koma hita aftur á svæðið. Aðgerðin sem nú er unnið að er einungis til bráðabirgða en samhliða fari fram langtíma aðgerðir.

Hann benti á að varnaraðgerðirnar sem ráðist var í hafi skilað einhverjum árangri, þá helst mætti nefna varnargarðana í kringum rafmagnsmöstrin.

Tómas telur aðgerðirnar munu taka um það bil viku. Frá samsetningu lagnar til áhleypingar vatns í húsin.

Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir að unnið hafi verið að því að styrkja rafdreifikerfið fyrir Norðvestanverðan Reykjanesskaga. Nægt rafmagn sé í Fitjum en að svæðið sé hitaveitu svæði og því séu innviðir ekki nægilega öflugir til rafhitunar húsa.

Brýnt var fyrir íbúum að slökkva á hitablásurum og rafmagnsofnum á meðan eldavél eða bakaraofn heimilisins sé í notkun. Rafmagnsleysið í gærkveldi ku hafa verið sökum þessa.

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir atburðina ekki hafa komið stjórnvöldum á óvart og ráðleggur fólki að halda sig heima og fylgja fyrirmælum Almannavarna.

Bent er á nýja upplýsingasíðu Almannavarna. Þar er að finna helstu leiðbeiningar og upplýsingar til íbúa.

Neðantalinn listi sýnir dæmi um orkufrek rafmagnstæki:

  • Rafmagnsbílar í heimahleðslustöð.
  • Hitablásarar.
  • Olíufylltir rafmagnsofnar.
  • Rafmagnsbílar á ferðahleðslutæki.
  • Eldunartæki.
  • Stór fiskabúr með hitara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -