Föstudagur 21. febrúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Búast má við stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum: „Auðvitað ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir viðbúið að stór skjálfti verði í Brennisteinsfjöllum en jarðskjálfti af stærðinni 2,8 varð þar klukkan níu í morgun. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til þess að kynna sér leiðbeiningar um varnir og viðbrögð vegna jarðskjálfta þar sem viðbúið sé að stór skjálfti verði í Brennisteinsfjöllum fyrr en seinna.

Mynd: Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftinn sem átti sér upptök í Brennisteinsfjöllum í morgun var sá nýjasti á svæðinu frá 2023 en þá varð skjálfti af stærðinni 3,2 á þessum slóðum í júní.

„Hann er svo sem ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu þannig að við höfum verið að fá tilkynningar um að hann hafi fundist hér i Reykjavík og nágrenni,“ segir Elísabet Pálmadóttir í samtali við RÚV.

Tilkynning frá Náttúruvakt Veðurstofunnar var send út í kjölfar skjálftans í morgun en þar var bent á að árin 1929 og 1968 hafi orðið sjálftar um sex á stærð í Brennisteinsfjöllum. Svo stórir skjálftar verða á svæðinu vegna landrekaspennu þegar Evrasíuflekinn og Norður-Ameríkuflekinn hreyfast framhjá hvor öðrum en slík spennulosun verðu á um hálfrar aldrar fresti. Leiðbeiningar um viðbrögð og varnir við jarðskjálftum fylgdi tilkynningunni:

„Það er kannski hægt að segja að það sé kominn tími á þannig skjálfta, þannig að við viljum bara nýta tækifærið og minna á að þarna er möguleiki fyrir þessu. Og þetta er auðvitað ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu þannig að það er alltaf gott að rifja upp hvað á að gera í jarðskjálfta og hvernig á að ganga frá heima,“ segir Elísabet.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -