- Auglýsing -
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Enn er unnið að því að moka vegi en snjóþekja er víða á suðvesturhorninu. Gert er ráð fyrir samgöngutruflunum og lélegu skyggni en meiri snjókoma var á Reykjanesskaga samanborið við höfuðborgarsvæðið í nótt.
Búist er við að lægðin verði gengin yfir um hádegisbil en búast má við éljagangi áfram norðanlands. Á morgun dregur úr úrkomu en annað kvöld hvessir á ný.