Þorsteinn Magnússon gítarleikari, yfirleitt kallaður Steini Magg, er látinn. Hann var einungis 66 ára að aldri. Steini var meðal bestu gítarleikara íslenskrar tónlistarsögu. Hann er helst þekktur fyrir gítarleik í hljómsveitunum Eik, Þeyr og Bubbi-MX21.
Bubbi Morthens skrifar minningu um fallinn félaga á Facebook. „Steini Magg er farinn, einn frumlegasti gítarleikari Íslandssögunnar. Hann spilaði oft með mér. Gítarleikurinn í Skyttan og sólóið er stórbrotin minnisvarði um færni hans og sköpunargáfu,“ skrifar Bubbi.
„Líf hans var ekki auðvelt, það var þyrnum stráð, en hann átti sín augnablik sem lifa svo lengi sem tónlist verður spiluð hér á landi. Við komum og við förum. Blessuð sé minning hans.“