Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Bubbi segir storm í fæðingu: „Vonin er falin í unga fólkinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Bubbi Morthens segir að torfbæjum í jakkafötum fari fækkandi í nýrri Facebook-færslu. Stormur unga fólksins sé á leiðinni.

Goðsögnin Bubbi Morthens er eins og alþjóð veit, mjög á móti hvalveiðum. Í færslu á Facebook í dag sagði hann að það sem hann kallar torfbæi í jakkafötum, fari fækkandi en þá á hann við fólk með gamaldags hugarfar. Lætur hann ríkisstjórnarflokkana fá það óþvegið í færslunni en segir ungu kynslóðina „sjá sannleikann“. Þá segir hann að konurnar tvær sem mótmæltu í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn „sýna meiri kjark og þor en flestir“. Segir Bubbi að vonin sé falin í unga fólkinu um heim allan og segir ennfremur að bylting sé á leiðinni.

Bubbi birtir síðan þýðingu Þorsteins Valdimarssonar á texta Bob Dylan við lagið The Times They Are A-Changing. Færsluna má lesa hér að neðan og textann sömuleiðis.

„Torfbæir í jakkafötum þeim fer fækandi

Hvalveiðar eru forneskja unga kynslóðin sér hvernig sú sem er að yfirgefa sviðið hefur skilað til þeirra sviðinni jörð en neitar þó að viðurkenna sök sína jörðin logar í orðsins merkingu miljónir á vergangi um allan heim hér heima er ástandið orðið þannig að krónan er hengingaról almennings ungt fólk á vart möguleika egnast egið húsnæði sjálfstæðis flokkurinn er að hverfa stiðjandi hvalveiðar með kjaft og klóm framsókn sömuleiðis og VG.Unga kynslóðinn sér sannleikann meðan Torfbæjar kynslóðinn er að hverfa ofaní svörðinn hrópandi að allt sé í blóma verjandi bankana og kvótagreifana sem raka til til sín miljörðum svo eithvað sé nefnt tvær konur uppí tunnu í hval 8 og 9 sýna meiri kjark og þor en flestir hafa sem betur fer er vonin falin í unga fólkinu um heim allan sem hefur fengið ógæfu kynsloðana sem áttu að passa uppá lífríkið og jörðina í fangið það er stormur í fæðingu hvenar hann skellur á löndin er ekki vitað en hann mun koma.
Nú byltist allt og breytist.
(The Times They Are A-changin´)
Bob Dylan
Þýðing Þorsteinn Valdimarsson.
Þér sofendur, vaknið!
Sjó, voðinn er beinn,
Hina vaxandi flóðbylgju
stenst eigi neinn;
og kannist hver við,
að hans kostur er einn
og knappur sá frestur, sem veitist
að læra að synda-
eða sökkva´eins og steinn,-
því nú byltist allt og breytist.
Þér skáld og þér sjáendur,
sjáið nú glöggt,
því seint er að spá,
þegar ljósið er slökk;
og tólfunum kastar
í taflinu snöggt,
þar sem teningur veltist og þeytist;
hið klökkna mun harðna,
hið harða er stökkt,-
því nú byltist allt og breytist.
Þér þingmenn og landsdrottnar,
lítið á rök,
en læsið ei dyrum,-
þér standið í vök,
þar sem orrusta geisar:
og sannur að sök
verður sá er gegn réttlæti beitist;
það sprengir hans múra,
það molar hans þök,-
því nú byltist allt og breytist
Þér mæður og feður,
nei, fellið ei dóm
á forsendum vanans
né páfans í Róm,
þó að börn yðar vaxi
upp úr brekum og skóm
um það bil er þér eldist og þreytist.
Látið þau hlýða kalli,
þótt þér heyrið ei hljóm,-
því nú byltist allt og breytist.
Sjá línan er dregin
og fordæming felld;
það er frostinu vígt,
sem nú bakast við eld;
öll þau djásn verða gefins,
er dýrst eru seld,-
allt það dýrast er ókeypis veitist;
þeim sem hreyknastir tróna,
lærist hógværð í kveld,-
því nú byltist allt og breytist.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -