Bubbi Morthens segir að Kristján Loftsson virðist hafa ítök í stjórnmál hér á landi því stjórnvöld tregðist enn við að stöðva hvalveiðar.
Hvalveiðar hafa verið á milli tannanna á fólki síðan Matvælastofnun komst að þeirri niðurstöðu að slíkar veiðar brytu í bága við lög um dýravelferð. Hafa margir tjáð sig á samfélagsmiðlunum sem og í fjölmiðlum um málið og hefur sitt sýnst hverjum. Bubbi Morthens, söngvaskáld er einn af þeim en hann samdi lagið Er nauðsynlegt að skjóta þá? árið 1986, um hvalveiðar á Íslandi. Bubbi sagði í færslu sinni að svo virðist sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, hafi ítök í stjórnmál landsins. Færslan er hér að neðan:
„1986 talaði eg um að það væri kannski sniðugt hætta drepa hvali og gerði lag um það sem heitir er Er nauðsynlegt að skjóta þá? það sem fékk mig til að stíga fram var gömul saga sem málarinn kjarval hafði skrifað löngu áður. Kristján Loftsson virðist hafa ítök inní íslensk stjórnmál í gegnum áratugina Stjórvöld sem tregðast við enþá í dag að stöðva þessar pintingar og dráp á stæsta spendýri jarðar.“