Staða Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, er sú að hann og fjölskylda hans gætu verið send til Spánar.
Kemur fram á RÚV að Unnur Helga Óttarsdóttir, sem er formaður Þroskahjálpar, fer fyrir hópnum Vinir Yazans; hefur hópurinn birt undirskriftalista þar sem margir úr íslensku samfélagi hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna mannúð í máli drengsins:
„Við höfum fengið frábærlega góð viðbrögð; þetta er fjölbreyttur hópur sem hefur skrifað undir, listafólk, sálfræðingar, læknar, prestar, forystufólk úr verkalýðshreyfingunni og fjölmargir aðrir.“
Afar vel þekktir einstaklingar úr íslensku samfélagi eru komnir á blað; á meðal þeirra er nú hafa þegar skráð sig eru á listann eru þjóðþekktir einstaklingar; til dæmis Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Bubbi Morthens, Edda Björgvins, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR; ásamt mörgum öðrum.
Þessi samtök – Vinir Yazans – voru sett álaggirnar eftir samstöðufund er haldinn var í júní þar sem vakin var athygli á stöðu Yazans.
„Við sendum tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og skoruðum á alla að bregðast við stöðunni,“ segir Unnur og bætir við:
„En við fengum ekki nógu góð viðbrögð og ákváðum því að búa til Vini Yazanas, sem er hópur fólks sem styður við hann.“
Fjölskyldan fékk eigi efnislega meðferð á sínum tíma þar sem hún fékk vegabréfsundirritun á Spáni; er því hægt að senda þau aftur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Albert Björn Lúðvígsson – sem er lögmaður Yazans – segir að fyrir liggi endurupptökubeiðni hjá Kærunefnd útlendingamála. Réttindagæsla fatlaðs fólks beitti sér meðal annars fyrir því en bent var á að fötlun Yazan hefði eigi verið tekin til greina við meðferð málsins og ekki liggur fyrir nein dagsetning um það hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi.
Segir Albert það mögulegt að þeim verði vísað úr landi á meðan verið sé að leggja mat á endurupptökubeiðnina:
„Mér finnst það ólíklegt en það gæti vissulega gerst,“ segir hann.
Hinn ellefu ára gamli Yazan þjáist af vöðvarýrnunarsjúkdóminum Duchenne; hafa læknar hér á landi staðfest að eigi megi rjúfa þá heilbrigðisþjónustu er hann fær hér á landi.
Kemur fram að samtökin Vinir Yazans hafi bent á að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segi að í öllum aðgerðum er snerta fötluð börn skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.