Bubbi Morthens segir að ef ekki verði gripið í taumana muni villti laxinum útrýmt á Íslandi.
Söngvarinn hreinskilni, Bubbi Morthens er síður en svo sáttur við ráðamenn á Íslandi. Í nýrri færslu á Facebook segir hann þögn ráðherra ríkisstjórnarinnar vera háværari en „öskur þrumunnar“ og að fólk muni ekki gleyma henni.
Telur hann svo upp öll þau umhverfisslys sem orðið hafa í tengslum við sjókvíaeldi, meðal annars það að lúsafaraldur geysi á Vestfjörðum og að norskir eldislaxar séu farnir að blandast villta stofninum. Segir hann lífsviðurværi 2.250 lögbýla í dreifðum byggðum vera í hættu ef villtir laxastofnar bíða skaða.
Færsluna má lesa hér í heild:
„Þögn Ráðherra í ríkistjórn Íslands er Háværi enn öskur þrumunar það eru kosningar á leiðinni Jesús Pétur við gleymum ekki þessari Þögn