Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Bubbi um laxeldismálin: „Þögn ráðherra í ríkistjórn Íslands er háværari en öskur þrumunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bubbi Morthens segir að ef ekki verði gripið í taumana muni villti laxinum útrýmt á Íslandi.

Söngvarinn hreinskilni, Bubbi Morthens er síður en svo sáttur við ráðamenn á Íslandi. Í nýrri færslu á Facebook segir hann þögn ráðherra ríkisstjórnarinnar vera háværari en „öskur þrumunnar“ og að fólk muni ekki gleyma henni.

Telur hann svo upp öll þau umhverfisslys sem orðið hafa í tengslum við sjókvíaeldi, meðal annars það að lúsafaraldur geysi á Vestfjörðum og að norskir eldislaxar séu farnir að blandast villta stofninum. Segir hann lífsviðurværi 2.250 lögbýla í dreifðum byggðum vera í hættu ef villtir laxastofnar bíða skaða.

Færsluna má lesa hér í heild:

„Þögn Ráðherra í ríkistjórn Íslands er Háværi enn öskur þrumunar það eru kosningar á leiðinni Jesús Pétur við gleymum ekki þessari Þögn

Öll þau umhverfisslys sem spáð var fyrir um í sjókvíaeldi eru nú orðin að veruleika. Frjóir norskir eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum við Ísland synda upp í íslenskar ár og blandast villtum stofnum. Lúsafaraldur geysar á Vestfjörðum með tilheyrandi notkun á skordýraeitri. Villtum laxi fækkar og eldislaxi fjölgar. Eftirlit er í lamasessi og umhverfisleg ábyrgð iðnaðarins er engin. Lífsviðurværi 2.250 lögbýla í dreifðum byggðum er í hættu ef villtir laxastofnar skaðast. Ef ekki er gripið í taumana núna munum við útrýma villta laxinum og raska líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi. Stöndum saman og krefjumst þess að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -