Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Búið að draga strandveiðibátinn að landi – Bjargvætturinn sigldi aftur til veiða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að koma strandveiðibátnum Hadda HF til hafnar við Sandgerði en hann sökk í nótt norðvestur af Garðskaga.

Samkvæmt Aflafréttum er báturinn glænýr en hann var smíðaður árið 2023. Eins og fram hefur komið í fréttum barst neyðarkall klukkan 02:42 um að báturinn væri að sökkva. Strandveiðimaður sem var í grenndinni bjargaði skipstjóra Hadda HF um borð og sigldi með hann á Sandgerðahöfn þar sem sjúkrabíll beið hans.

Hadda dregin.
Ljósmynd Gísli Reynisson

Áhöfn björgunarbátsins Ásgríms S Halldórssonar náði að draga bátinn, sem maraði í hálfu kafi, til hafnar í Sandgerði um hálf átta leytið í morgun.

Fram kemur hjá Aflafréttum að nafnið á bátnum sé komið frá móður eigandans af bátnum sem hét Halldóra Þorvaldsdóttir frá Landakoti í Sandgerði en maður hennar var Árni Árnason en þau Hadda og Árni gerðu bátinn Hjördísi GK frá Sandgerði lengi vel út en sá bátur sökk 1990 en mannbjörg varð í sjóslysinu.

Hadda marar hálf í kafi.
Ljósmynd Gísli Reynisson

Eigandi og skipstjóri bátsins, Þorvaldur Árnason náði að koma sér í sjógalla áður en hann fór í sjóinn og var orðinn kaldur þegar honum var bjargað um borð í strandveiðibátinn sem kom fyrst á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs hélt bjargvætturinn aftur á sjóinn eftir að hafa siglt með Þorvald í land.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -