Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Búið að endurheimta hluta af Elko-þýfinu: „Við erum bara á fullu að yfirheyra og tengja saman fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglunni hefur tekist að endurheimta hluta af þeim verðmætum sem stolið var úr tveimur Elko verslunum í síðustu vikur.

RÚV segir frá því að búið sé að ná hluta af þeim verðmætum sem stolið var úr verslunum Elko í Skeifunni og á Dalvegi í síðustu viku en verðmætum fyrir tugum milljóna var stolið.

Talið er að fleiri aðilar tengist málinu en þau fjögur sem í gæsluvarðhaldi eru, og að málið tengist skipulagri glæpastarfsemi. „Rannsókn málsins gengur vel. Við erum bara á fullu að yfirheyra og tengja saman fólk,“ segir Sigrún Jónasdóttir lögreglufulltrúi í samtali við Ríkisútvarpið. Bætti hún við að ágæt mynd sé komin á málið. „Það gengur alveg ágætlega að kortleggja það sem við höfum upplýsingar um. Það er komin ágætis mynd á tengsl núna“. Lögreglan hefur fundið lítinn part þýfisins en vonast til að finna meira. „Við vonum að við getum endurheimt allavega meirihlutann,“ segir Sigrún.

Samkvæmt Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdarstjóra Elko, voru teknir símar og aðrir minni, en verðmætir hlutir, sem auðveldara er að flytja úr landi en stærri raftæki.

Segir Sigrún að þegar grunur vaknar um að til standi að flytja þýfi úr landi, sé vel fylgst með leiðum til þess. „Um leið og það er eitthvað grunsamlegt, eða eitthvað sem bendir til þess eru allar leiðir skoðaðar. Með flugi, skipum eða póstsendingum,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -