Rætt hefur verið við bílstjóra sem sýndi af sér glæpsamlegt háttarlag við framúraksturs vöruflutningabíls á vegum fyrirtækisins. Atvikið átti sér stað um fjögur leytið í gær, á veginum milli Borgarness og Munaðarness. Litlu mátti muna að stórslys hefði orðið. Mannlíf leitaði viðbragða hjá Samskipum.
Í svari Þórunnar Ingu Ingjaldsdóttur markaðs- og upplýsingastjóra Samskipa segir:
„Við hörmum þetta atvik, þetta er engan veginn í samræmi við verklag Samskipa og lítum við þetta mjög alvarlegum augum.
Búið er að ræða við bílstjórann og verið er að skoða næstu skref.“
Háskalegur framúrakstur vörubílstjóra Samskipa: „Ómægod – Fáviti!“ – SJÁÐU MYNDSKEIÐIÐ