Knattspyrnumaðurinn knái Jóhann Berg Guðmundsson mun yfir gefa Burnley en félagið greindi frá því í dag. Jóhann Berg verður 34 ára gamall í október og hefur verið lykilmaður í liði Burnley síðan 2016 en liðið er nýfallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur leikið yfir 200 leiki með liðinu og flesta þeirra í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig leikið með Charlton Athletic, AZ Alkmaar og Breiðabliki sínum meistaraflokksferli. Þá hefur Jóhann einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í rúman áratug en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 og hefur spilað 91 landsleik og skorað í þeim átta mörk.
Það verður því forvitnilegt að sjá hvað hann tekur sér næst fyrir hendur.