Laugardagur 6. júlí, 2024
15.8 C
Reykjavik

Byggðasafn Skagfirðinga rænt: „Til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Byggðasafn Skagfirðinga var nýlega rænt en dýrmætu úr og festi var stolið en ekki liggur fyrir hvenær nákvæmlega úrinu var stolið.

„Mannskepnan getur verið ólíkindatól. Starfsfólk safnsins hefur af og til orðið vart við að munir hverfi úr sýningu, að þeir séu teknir ófrjálsri hendi. Á undanförnum árum hafa m.a. horfið reiðsokkar (háleistar) og tóbaksponta, svo eitthvað sé nefnt. Steininn tók þó úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja,“ segir í tilkynningu frá safninu um málið.

Úrið og festin var í eigu Björns Pálssonar en hann fékk úrið frá móður sinn í afmælisgjöf árið 1929. Að sögn safnsins er festin er búin til úr smápeningum úr silfri, en tölur hafa verið máðar af peningunum og í staðinn grafið: „Á afmælisdaginn – Frá mömmu“. Úrið sjálft er af gerðinni OMEGA.

„Stuldur safngripa er geysilegur missir, ekki aðeins fyrir safnið og menningarsögu svæðisins, heldur líka fyrir eigendur og gefendur, sem tengjast oft gripum miklum tilfinningaböndum.

Við hvetjum þann sem tók gripinn að sjá sóma sinn og skila úrinu og festinni aftur til safnsins! Einnig viljum við biðja almenning að hafa samband ef einhver býr yfir upplýsingum um hvar úrið og festin eru niðurkomin.“

Gæti verið mynd af wrist watch, skartgripir og texti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -