Byssumenn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað að síðan á aðfangadagskvöld eru ennþá ófundnir en þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
„Við erum að vinna úr þeim gögnum sem við höfum og mannanna er leitað,“ sagði Elín um málið. Skotum var hleypt af í íbúð í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld en að sögn lögreglu særðist enginn. Mennirnir réðst inn í íbúðina þar sem skotunum var hleypt af. Einn var handtekinn en var sleppt úr haldi. Lögreglan telur sig hafa nokkuð skýra mynd af málinu að sögn Elínar.
Grímur Grímsson sagði í gær ekki væri komið á hreint hvað mönnunum gekk til. „Nei, það er hluti af rannsókninni að reyna að komast að því hvað mönnum gengur til með svona athæfi.“