Laugardagur 7. september, 2024
8.7 C
Reykjavik

Campbell kærir tyrkneska ríkið: „Vil minnast Hauks með öðrum hætti en þeim að standa í málaferlum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dirk Campbell hefur barist fyrir því að leitað verði að líkamsleifum Önnu dóttur hans en hún féll í Afrín skömmu á undan Hauki Hilmarssyni. Dirk fær engin svör frá tyrkneska ríkinu og hyggst nú kæra það til Mannréttindadómstóls Evrópu. Vinni Dirk málið getur það haft verulega þýðingu fyrir aðstandendur í sömu stöðu.

Anna Campbell barðist, líkt og Haukur Hilmarsson gegn hryðjuverkasamtökunum Isis í Afrín-héraði við hlið Kúrda sem þar byggðu upp samfélag á grundvelli jafnréttis, lýðræðis og trúfrelsi. Isis-liðar hófu að herja á Kúrdana en Anna og Haukur ákváðu að berjast gegn þeim með Kúrdunum og tókst þeim að sigra hryðjuverkamennina. Tyrkir gerðu þá loftárásir á Kúrdana og þá sem höfðu barist með þeim við Isis, með þeim afleiðingum að Anna og Haukur létu lífið. Síðan þá hafa aðstandendur þeirra er létust, þrýst á yfirvöld að leita þeirra og koma líkum þeirra aftur heim, án árangurs.

Anna Campbell lést aðeins 26 ára gömul

Mannlíf spurði Evu Hauksdóttur, móður Hauks Hilmarssonar, hvaða þýðingu sigur Dirk Campbell í málinu gegn Tyrkjum, hefði og hvort hún hefði hugsað sér að fara sömu leið og Dirk. „Ég er ekki með slík áform. Ef Dirk Campell vinnur málið þá mun það sennilega vekja athygli á brotum Tyrkja gegn alþjóðalögum í innrásinni í Afrín. Það gæti knúið þá til að skila líkamsleifum eða láta leita þeirra.“

Er blaðamaður spurði Evu af hverju hún myndi ekki fara sömu leið svaraði hún: „Ég get ekki talað fyrir aðra aðstandendur Hauks en ég tel kostnaðinn og vinnuna við málarekstur í Tyrklandi of mikinn til þess að ég vilji fara sömu leið og faðir Önnu. Það eru milljón aðrar ástæður til þess að taka á stríðsglæpum Tyrkja og margra annarra þjóða en ég vil minnast Hauks með öðrum hætti en þeim að standa í málaferlum.“

Haukur ullar á Isis

Hægt er að styrkja Dirk Campell hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -