Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca Cola á Íslandi, segir sölu á Bonaqua sódavatninu vera á áætlun sem fyrirtækið setti sér í byrjun júlímánaðar en Vísir greindi frá þessu í morgun. Fyrirtækið breytti nafni drykksins Toppur í Bonaqua en Heimildin greindi frá því að hlutdeild Bonaqua á markaðnum hérlendis sé aðeins um 11-12 prósent. Þá hafi hlutdeild drykkjarins minnkað mikið eftir að nafninu var breytt.
Líkt og fjallað hefur verið um vakti nafnabreytingin mikla athygli og gagnrýndi fjöldi fólks nýtt nafn. Þrátt fyrir neikvæð áhrif sem nafnabreytingin hafði í för með sér sagði „Salan á Bonaqua gengur vel og er samkvæmt áætlun sem við settum okkur í byrjun júlí þegar Bonaqua fór fyrst í sölu,“ sagði Stefán í svari sínu til Vísis.