COVID veikindi leggjast á ný þungt á Landspítalann. Tveir eru á gjörgæslu vegna sjúkdómsins og samtals um 30 manns liggja á spítalanum með COVID.
Þetta kemur fram á RÚV. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að þrátt fyrir að helmingur þjóðarinnar hafi greinst með COVID þá sé álagið á spítalanum núna talsvert. Nýgengi smita sé talsvert.
„Við erum líka að sjá þetta í meira brotthvarfi starfsmanna í formi veikinda. Þannig að þetta er að leggjast fremur þungt á okkur á spítalanum. Það er mikið af starfsfólki í veikindum,“ segir Már.