Laugardagur 14. september, 2024
9.5 C
Reykjavik

Covid komið til vera: „Bólusetningar og almennar sóttvarnir eru okkar aðalvörn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir um það bil tveimur vikum var gripið til aðgerða á Landspítalnum vegna fjölda Covidsmita sem komu upp á spítalanum, og í samfélaginu sem heild. Margir Íslendingar höfðu vonast til að veiran væri að syngja sitt síðasta en sóttvarnalæknir telur að Covid sé komið til að vera en segir ástandið þó betra núna en fyrir tveimur vikum.

„Svona sýkingar koma í bylgjum. Þetta er náttúrulega smitandi þannig þetta dreifist um og svo gengur það niður. Þetta var svolítið skarpur toppur. Þannig að vonandi var þetta að hluta til vegna þess að spítalinn gat komið í veg fyrir frekari útbreiðslu hjá sér. En þetta er held ég eðlilegur gangur í samfélaginu. Við höfum séð bylgjur af Covid á sumrin. Þannig vonandi verður ekki meira af þessu núna,“ sagði Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Vísi um málið en í júlí voru 32 einstaklingar í einangrun á sama tíma á spítölum landsins.

Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að spítalinn þyrfti að grípa til aðgerða vegna smita en Guðrún segir að það sé eðlilegt að sjúkrahús grípi stundum strangari reglna en almennt ríkja út í samfélaginu.

„Covid virðist vera komið til að vera. Við verðum að læra að lifa með því. Bólusetningar og almennar sóttvarnir eru okkar aðalvörn. Við hvetjum fólk til að taka þátt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -