Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Covid-sýkingar aukast: „Við erum ekki mark­visst að skima“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnheiður Ósk segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi fengið Covid um Verslunarmannahelgina.

Eins og gengur og gerist um Verslunarmannahelgi þá nældi fólk sér í hinar ýmsu pestir og þá hefur verið nokkuð um Covid-smit meðal heilbrigðisstarfsmanna.

„Þetta er alla­vega meira í umræðunni. Það er okk­ar til­finn­ing en við höf­um eng­ar mæl­ing­ar til þess að styðjast við. En ég sé það hér inn­an­húss að þetta er líka að bíta heil­brigðis­starfs­fólk. Við erum aðeins að glíma við þetta líka en þetta sting­ur sér allsstaðar niður,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, í samtali við mbl.is.

„Við erum ekki mark­visst að skima eða taka sýni eins og var áður. Það var svo­lítið um það að fólk var að hafa sam­band við okk­ur eft­ir að hafa tekið heima­próf. En við get­um lítið gert nema fólk sé veikt. Á tíma­bili voru hót­el­in til dæm­is að senda til okk­ar ferðamenn vegna þess að þeir voru að grein­ast með veiruna. Við ger­um ekki neitt vegna þess að þetta er bara veiru­sýk­ing og fólk þarf að ná sér. Hugsa um sig og ná heilsu,“ en nú sé litið á Covid sem almenna flensu. Þá er fólk minnt á að halda sig heima telji það sig vera veikt.

„Venju­legt fólk ræður auðveld­lega við flens­una en viðkvæmt fólk ætti að láta bólu­setja sig. Covid kem­ur svo­lítið við hliðina á þeirri flensu, get­ur leikið þá grátt sem eru eldri og viðkvæm­ir fyr­ir,“ sagði Ragnheiður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -