Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun: Braut á vinkonu sinni meðan hún svaf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðastliðinn föstudag staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað konu í september árið 2019. Maðurinn hlaut átján mánaða fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða brotaþola eina og hálfa milljón króna í bætur.

Maðurinn er á þrítugsaldri en var 22 ára þegar brotið var framið. Fram kemur í dómnum að hann og konan hafi verið trúnaðarvinir á þeim tíma. Maðurinn er ekki nafngreindur í dómnum.

Í dómnum segir að konan hafi leyft manninum að gista heima hjá sér þegar þau fóru út að skemmta sér, því hann hafði skilið bíl sinn eftir heima hjá henni. Konan hafi gert manninum það fyllilega ljóst að ástarsamband þeirra á milli væri ekki í boði, heldur væru þau einungis vinir. Þau skemmtu sér saman og höfðu áfengi um hönd. Konan fór svo heim til sín, en maðurinn hringdi síðan nokkrum sinnum í hana, ölvaður. Hún leyfði honum að fá það gistipláss sem hún hafði áður lofað honum, hleypti honum inn og fór svo sjálf upp í rúm að sofa. Maðurinn lá á hinni hlið rúmsins.

Konan segist svo hafa rankað við sér um nóttina við skringilega tilfinningu. Henni hafi fundist líkt og hana væri að dreyma. Þá hafi hún fundið að maðurinn lá þétt upp við hana, andaði í eyra hennar og var með fingur uppi í leggöngum hennar. Konan greindi frá því að hún hefði frosið við þetta, því næst ýtt manninum í burtu og rekið hann á dyr.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist hafa verið þess fullviss að konan hefði verið vakandi þegar hann stakk fingri sínum inn í leggöng hennar. Hann sagði hana fyrst hafa hreyft sig en þegar hann hafi fært hönd sína neðar og farið að eiga við kynfæri hennar hafi hún gefið frá sér hljóð, „smá svona hljóð, svona ah“, sem hann hafi túlkað sem svo að hún væri jákvæð fyrir kynferðislegu samneyti við hann. Honum hafi fundist eins og hún væri „til í“ hann. Hún hafi eftir það ekkert sagt við hann og hann hafi hætt eftir „smá tíma“.

Skortur á samþykki liggur til grundvallar sakfellingunni. Í dómnum segir að brotaþoli hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna svefndrunga. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til þess að hann hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, hann hefði gengist við kynferðismökunum og tjáð einlæga iðrun vegna gjörða sinna. Hann hafi ekki haft styrkan og einbeittan brotavilja til að valda brotaþola skaða og sársauka.

- Auglýsing -

Sömuleiðis er í ákvörðun refsingar litið til þess að maðurinn hafi brotið gegn mikilvægum hagsmunum konunnar og brugðist trúnaðartrausti hennar. Brotið hafi haft „veruleg neikvæð áhrif á líðan“ hennar.

Framburður konunnar var á báðum dómsstigum talinn trúverðugur og frásögn hennar af atvikum stöðug og skýr. Í dómnum kemur einnig fram að konan hafi greinst með áfallastreituröskun þegar matslisti var lagður fyrir hana um mánuði eftir að brotið var framið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -