Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Dæmdur í fangelsi fyrir akstur undir áhrifum níu tegunda ávanaefna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskur kalmaður var dæmdur til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku fyrir umferðarlagabrot. 14. september í fyrra ók maðurinn undir áhrifum níu tegunda fíkniefna og slævandi lyfja. Í blóðsýni mældist amfetamín, MDMA, metamfetamín, aprazólam, brómazepam, desmetýlklórdíazepoxíð, klórdíazepoxíð og morfín. Flest eru þetta róandi lyf sem alloft eru misnotuð.

Þá var maðurinn stöðvaður aftur undir áhrifum ávanaefna þann 13.desember síðastliðinn. Í blóðsýni mældust fimm efni, kannabis, MDMA, alprazólam, díazepam og nordíazepam. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.

Árið 2018 gekkst maðurinn undir lögreglustjórasátt fyrir svipuð brot en var aftur dæmdur árið 2020 og nú síðast í fyrra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -