Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í jólaboði – Kom grátandi og skelkuð á sjúkrahús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í síðustu viku var karlmaður dæmdur sekur fyrir héraðsdómstól Austurlands, um gróft og alvarlegt kynferðisbrot gagnvart ungri konu. Brotið framdi hann í jólaboði fyrirtækis í desember síðastliðnum. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf að greiða miskabætur.

Samkvæmt Austurfrétt kom konan grátandi og hrædd á sjúkrahúsið í Neskaupsstað aðfararnótt 16. desember í fyrra eftir að brotið hafði verið á henni fyrr um nóttina. Ókunnur erlendur aðili hafði brotið á henni inni á hótelherbergi Austanlands en hún vaknaði við að maðurinn var að hafa við hana kynferðismök en hún gat lítið gert til að stöðva manninn, sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn hafði sáðlát í rúminu á meðan hún þóttist sofa.

Um leið og maðurinn lét sig hverfa fór konan inn á klósett hótelherbergisins og hringdi í vin sinn sem ráðlagði henni að hringja strax í lögreglu, sem hún gerði. Í framhaldi af því fór hún á sjúkrahús til skoðunar.

Ótrúverðugur framburður

Maðurinn, sem hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu, neitaði sök í málinu en breytti framburði sínum talsvert á meðan rannsóknin stóð yfir. Þótti dómnum það mjög ótrúverðugt en framburður mannsins var í algjörri mótsögn við framburð konunnar.

Í dómsorði segir að það sé „mat dómsins að frásögn brotaþola hafi í öllum aðalatriðum, og þá í ljósi lýstra aðstæðna, verið einlæg, varfærin og trúverðug. […] Að ofangreindu virtu er að mati dómsins ekki varhugavert að leggja frásögn brotaþola til grundvallar um atvik máls í öllum aðalatriðum. […] Hefur ákærði enga haldbæra og trúverðuga skýringu gefið á hinum sýnilegu lífssýnum sem vísað hefur verið til í rannsóknargögnum lögreglu eða á rannsóknarniðurstöðunni. Hefur ákærði að mati dómsins verið ótrúverðugur í hinum breytta framburði sínum og að auki eru skýringar hans harla ósennilegar í ljósi sérfræðigagnanna.“

- Auglýsing -

Vegna verulegrar tilfinningaröskunar og andlegs þjáningar vegna kynferðisbrotins, krafðist konan fjögurra milljóna króna miskabóta. Dómarinn taldi hins vegar að bætur upp á 2,2 milljónir dyggðu. Að auki þarf hinn dæmdi að greiða allan sakarkosnað, sem nam í heild sinni 5,2 milljónum króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -