Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

„Dæmigerð hræsni“ – Vilhjálmur hjólar í Eggert – Verkamaður 20 ár að vinna fyrir starfslokum hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, lætur Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festa, heyra það í færslu á Facebook. Á dögunum kom í ljós að Eggert fengi starfslokasamning upp á 76 milljónir króna. Vilhjálmur rifjar upp að Eggert hafi hótað að reka fólk eða hækka verð ef starfsmenn hans fengu 10 þúsund króna launahækkun. Vilhjálmur segir þetta sýna vel hræsni elítunnar.

Vilhjámur skrifar: „Rétt að rifja upp að umræddur forstjóri lét þau orð falla í byrjun árs að ef það kæmi til að Festi þyrfti að greiða svokallaðan Hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningum og kom til framkvæmda í apríl að fjárhæð 10.500 kr. yrði fyrirtækið annaðhvort að hækka vöruverð eða reka starfsfólk.“

Hann bendir á að venjulegur verkamaður væri um 20 ár að ávinna sér þá upphæð sem Eggert fær við starfslok. „Núna kemur fram að hann sjálfur fær starfslokasamning sem kveður á um 76 milljónir sem tekur verkamann á taxtalaunum uppundir 20 ár að ávinna sér inn. Þetta er hin dæmigerða hræsni sem tröllríður stjórnendaelítunni á íslenskum vinnumarkaði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -