Dagbjört Rúnarsdóttir, 42 ára, hefur verið ákærð af héraðssaksóknara, fyrir manndrápið í Bátavogi.
Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfesti að búið sé að ákæra grunaðan sakborning í Bátavogsmálinu, fyrir manndráp. Samkvæmt DV er sú ákærða Dagbjört Rúnarsdóttir, 42 ára. Ekki verður ákæran birt fjölmiðlum fyrr en sakborningi hefur verið birt hún.
Dagbjört er ásökuð um að hafa banað 58 ára gömlum sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Bátavogi, laugardagskvöldið 21. september. Jafnframt því að vera ákærð fyrir manndráp, hefur hún verið úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.
Áður hefur Dagbjört hlotið refsidóma, líkt og hinn látni, að mestu fyrir fíkniefnamisferði en aldrei ofbeldi.