Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás en Mbl.is greindi fyrst frá málinu.
Dagbjört var upphaflega ákærð fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í Reykjavík eftir að hafa beitt hann ofbeldi daganna 22. og 23. september á síðasta ári en maðurinn var á sextugsaldri
Hún var þó ekki dæmd fyrir manndráp heldur fyrir brot á 218. gr. 2. málsgrein þar sem segir:
„Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“