Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Dagbjört var aðeins 45 ára þegar hún lést í Kaliforníu: „Dabba er ein af hetjunum mínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagbjört Lára Sverrisdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þann 21. september 2021. Í dag birtist minningagrein um Dagbjörtu í Morgunblaðinu.

Dagbjört Lára Sverrisdóttir fæddist 2. desember 1974 í Reykjavík. Hún lést 28. desember 2019 í San Diego í Kaliforníu, þar sem hún bjó. Hún var því einungis 45 ára þegar hún kvaddi þessa jarðvist, eftir erfið veikindi.

Dagbjört nam lífeindafræði við Tækniskólann og starfaði ávallt á því sviði. Hún leitaðist við að auka þekkingu sína og nam allt sem þurfti svo hún gæti unnið við sitt fag í Bandaríkjunum. Þegar hún lést hafði hún lokið MBA námi þar ytra, meðfram störfum sínum á sjúkrastofnunum.

Falleg mynd er dregin upp af Dagbjörtu í minningagrein sem Logi Hjartarson skrifar:

„Dabba er ein af hetj­un­um mín­um og í minn­ing­unni sé ég hana fyr­ir mér með sitt fal­lega rauða hár. Og hvernig er hún búin? Jú, í fal­leg­um kjól með gull­band um sig miðja, þar rauður log­inn brann.“

Kristrún Þórdís Stardal segir meðal annars um vinkonu sína:

- Auglýsing -

„Hún naut lífs­ins eft­ir bestu getu, neitaði að vera „krabba­meins­sjúk­ling­ur“, hún var hún sjálf og ákveðin í að vinna bar­átt­una. En lét líka draum­ana ræt­ast; keypti sér rauðan blæju­bíl, ferðaðist m.a. til Mið-Aust­ur­landa og síðast til Kína aðeins tveim­ur mánuðum áður en hún kvaddi þessa jarðvist.“

Útför Dagbjartar Láru Sverrisdóttur fer fram í dag, 21. september klukkan 13 frá Fossvogskirkju.

Blessuð sé minning Dagbjartar Láru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -