Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Dagur ætlar að bjóða sig aftur fram! – „Finnst ég vera meira en hálfnaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar að bjóða sig aftur fram og verður því í boði sem oddviti Samfylkingarinnar í sveitastjórnakosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.

Dagur hefur legið lengi undir feldi og lítið gefið út um það hvort hann ætlaði að gefa áfram kost á sér. Nú liggur það fyrir að hann verður áfram og það segist hann gera þar sem það séu enn svo stór mál ókláruð. Maður á miðjum aldri hafi komið á mál við Dag og sagt hann ekki geta hætt núna.

Í Morgunútvarpinu sagði Dagur að hann hefði þó kannski komist að annarri niðurstöðu síðasta vor. Dagur sagði að skotárásin hefði haft meiri áhrif en hann hefði viljað viðurkenna í fyrstu. Hann og eiginkona hans hefðu verið búin venja sig á að fara út að ganga á kvöldin en þau hefðu hætt því eftir þetta.

Dagur hefur verið borgar­stjóri í Reykja­vík frá árinu 2014. Áður hafði hann gegnt em­bætti borgar­stjóra um stutta hríð veturinn 2007-2008 og var formaður borgarráðs frá 2010-2014.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -