Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Dagur ætlar sér í sund þrátt fyrir færð: „Íbúar moka sig út úr sverum sköflum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þung færðin og þykkur snjór hefur ekki farið fram hjá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík. Hann lýsir aðstæðum á Facebooksíðu sinni í morgunsárið.

„Hverfavika í Úlfarsárdal og Grafarholti byrjaði í morgun með fannfergi. Fékk daglega skýrslu upp úr sjö frá okkar öfluga snjóruðningsfólki sem hefur varla undan. Eru byrjuð aðra umferð á leiðum hér uppfrá því það skefur jafnóðum. Hér eru íbúar og moka sig út úr sverum sköflum sem safnast upp þar sem lygnir milli húsa. Einstaka bíll hefur verið skilinn eftir í nótt.“

Dagur segir ferð fólksins á sínu heimili þó hafa gengið vel. „Næsta mál er að klofa skaflana og byrja daginn í sundi í hinni nýju og glæsilegu laug í Úlfarsárdalnum.“

Dagur lætur pistilinn frá snjóruðningsfólki Reykjavíkur fylgja færslunni.

„Öll tæki kölluð út fyrir kl 04:00 í nótt, bæði á götum og á stígum. Vinnuvélar hafa verið að störfum á götum í Grafarvogi og Úlfarsárdal frá því í nótt. Búið er að fara eina umferð á strætóleiðum og verður önnur umferð farin strax aftur, enda hefur skafið í þær leiðir sem búið er að fara. Vinnuvélar verða að vinna í aðalleiðum í dag og verður farið í húsagötur að því loknu og unnið í þeim næstu daga.“

Nú er gul veðurviðvörun við lýði á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fólk sem getur haldið sig heima hefur verið hvatt til þess. Áfram er spáð snjókomu, hvassviðri og skafrenningi. Snjókoma á að láta undan seinni partinn en þá mun hvessa nokkuð og snjór líklega þyrlast upp á höfuðborgarsvæðinu, svo mjög að það geti haft töluverð áhrif á skyggni og færð.

- Auglýsing -
Mynd frá Veðurstofu Íslands.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -