Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Dagur B. flytur ræðu á mótmælum gegn árásarstríði Rússa – Líkneski verður brennt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 24. febrúar næstkomandi verða liðnir 365 dagar frá því að stríðið í Úkraínu hófst. Rússar gegn stríði skipuleggja viðburð til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum, til að minnast fórnarlamba stríðsins og heiðra þá sem koma Úkraínu til varnar. Mótmælin verða haldin 24. febrúar kl. 17:30 við rússneska sendiráðið á Túngötu 24.

Á meðal ræðumanna verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. rússneska ljóðskáldið Natasha S. mun flytja ljóð og Rússar og Úkraínumenn segja frá upplifun sinni af stríðinu.

Ef veður leyfir verður svo myndum dreift af fórnarlömbum stríðsins og þátttakendum boðið að hengja þær upp á staðnum.

Að lokum verður brenna þar sem kveikt verður í táknmynd rússnesku innrásarinnar. Þetta vísar í forna slavneska hefð þar sem Rússar og Úkraínumenn brenna líkneski til þess að kveðja veturinn. Að þessu sinni er ekki bara verið að kveðja kuldann fyrir utan rússneska sendiráðið heldur einnig stríð og ofbeldi.

Viðburðurinn á Facebook: https://fb.me/e/3kOvWYzTL

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -