Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Dagur B. hunsaður af Samfylkingunni: „Ég var al­veg til­bú­inn að verða þingsflokksformaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson gerði ráð fyrir að verða þingflokksformaður Samfylkingarinnar en var hunsaður í kosninu flokksins í gær.

Á fyrst þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær, var kjörinn nýr þingflokksformaður flokksins. Það var Guðmundur Ari Sigurjónsson sem hlaut kjörið en hann hefur verið formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar frá landsfundi haustið 2022. Þá var Arna Lára Jónsdóttir kosin varaformaður stjórnar þingflokksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson kosinn ritari. Í tilkynningu Samfylkingarinnar segir að kosningin hafi verið samhljóða og verið samkvæmt tillögu Kristrúnar Forstadóttur, formanns flokksins.

Það þykir sæta nokkurri furðu að Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður flokksins og fyrrum borgarstóri til fjölda ára, hafi ekki hlotið brautargengi í kosningunni og gegni því engri ábygrgðarstöðu í flokknum.

Í samtali við mbl.is viðurkennir Dagur að hann hafi búist við að verða þingflokksformaður.

„Ég var al­veg til­bú­inn til þess að tak­ast á við það verk­efni að verða þing­flokks­formaður, ekki spurn­ing um það, og gerði al­veg ráð fyr­ir því. Þannig að ég fer til annarra verk­efna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -