Dagur B. Eggertsson gerði ráð fyrir að verða þingflokksformaður Samfylkingarinnar en var hunsaður í kosninu flokksins í gær.
Á fyrst þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær, var kjörinn nýr þingflokksformaður flokksins. Það var Guðmundur Ari Sigurjónsson sem hlaut kjörið en hann hefur verið formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar frá landsfundi haustið 2022. Þá var Arna Lára Jónsdóttir kosin varaformaður stjórnar þingflokksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson kosinn ritari. Í tilkynningu Samfylkingarinnar segir að kosningin hafi verið samhljóða og verið samkvæmt tillögu Kristrúnar Forstadóttur, formanns flokksins.
Það þykir sæta nokkurri furðu að Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður flokksins og fyrrum borgarstóri til fjölda ára, hafi ekki hlotið brautargengi í kosningunni og gegni því engri ábygrgðarstöðu í flokknum.
Í samtali við mbl.is viðurkennir Dagur að hann hafi búist við að verða þingflokksformaður.
„Ég var alveg tilbúinn til þess að takast á við það verkefni að verða þingflokksformaður, ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annarra verkefna.“