Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Í fyrsta sinni áfangaheimili fyrir konur í Reykjavík: „Boðið skjól og öryggi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykjavíkurborg var að opna fyrsta áfangaheimilið fyrir konur og er það til húsa að Njálsgötu í Reykjavík. Í húsinu eru þrettán einstaklingsíbúðir, ein starfsmannaíbúð og sameiginlegt rými.

„Opnun áfangaheimilisins er mikilvægur liður í því að bæta þjónustu við heimilislausar konur í Reykjavík. Þeim boðið skjól og öryggi þar sem þeim er mætt á þeirra forsendum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á vef Reykjavíkurborgar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir Guðrúnu Þorgerði Ágústdóttur blómvönd í tilefni opnunar áfangaheimilisins. Mynd/skjáskot. Vefur Reykjavíkurborgar

Uppbygging þjónustu við heimilislausa í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið frekar sniðin að þörfum karla en kvenna, líkt og fram kemur í stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

Unnið með áfallamiðaða hugmyndafræði

Markmiðið er að veita einstaklingum sem hætt hafa neyslu öruggt heimili, stuðning og aðhald meðan þeir aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Á vef Reykjavíkurborgar segir að á áfangaheimilinu verði unnið eftir áfallamiðaðri hugmyndafræði með náinni samvinnu við Miðstöðvar velferðarsviðs og viðkomandi meðferðaraðila.

Heimilið er tímabundið húsnæði og hugsað til þess að leysa bráðan húsnæðisvanda þeirra sem hafa átt við áfengis- og annan vímuefnavanda að stríða og eru í virkri endurhæfingu eftir meðferð.

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, félagsráðgjafi, er forstöðukona áfangaheimilisins, en hún hefur unnið með einstaklingum sem hafa glímt við áfengis og vímuefnavanda. Guðrún starfar einnig sem forstöðumaður áfangaheimilsins Brautin, sem er fyrir karla sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð.

- Auglýsing -

Áætlaður kostnaður vegna reksturs áfangaheimilisins verði allt að 25 milljónir króna á ári og er þá miðað við að forstöðumaður sé í dagvinnu og félagsráðgjafi í hálfu starfi.

Í Reykjavík er nú starfrækt níu áfangaheimili sem ýmist eru rekin af félagasamtökum eða af Reykjavíkurborg. Áfangaheimilin rýma um  það bil 200 einstaklinga og eru Njálsgatan og Brautin rekin af Virknihúsi. Reykjavíkurborg telur reynsluna af áfangaheimilinu Brautinni sýna að afar mikilvægt sé að tryggja að til staðar séu einstaklingsáætlanir um virkni og bata, samhliða því að tryggja öruggt húsnæði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -