Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Dagur Borgarstjóri: „Við þurfum að tjalda öllu til sem að við eigum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Borg­ar­ráð hef­ur heim­ilað Reykja­vík­ur­borg að sækja form­lega um að vera ein af 100
kol­efn­is­hlut­laus­um snjall­borg­um Evr­ópu árið 2030. Borgarstjóri segir til mikils að vinna komist Reykjavíkurborg í hóp þessara 100 borga. Samkeppnin er mikil, enda opni þátttakan möguleika á úthlutun úr sjóðum Evrópusambandsins. 100 kolefnishlutlausar borgir fyrir árið 2030 er verkefni á vegum Horizon Europe, nýsköpunarsjóð Evrópusambandsins!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segir í frétt RÚV að það sé eftirsóknarvert að komast í hóp þessara hundrað borga. Það styrki Reykjavík í umhverfis- og loftslagsmálum og færi hana hraðar í átt að grænni framtíð. „Ef að við komust í þennan hóp sem Evrópusambandið velur líklega á næsta ári eða þar næsta, þá fáum við aðgang að fjármunum en líka samstarfi þeirra borga sem eru á sömu leið og við,“ segir Dagur.
„Þetta eru þessu stóru rannsóknar- og nýsköpunarsjóðir Evrópusambandsins sem geta þá k
komið í að fjármagna þetta verkefni sjálf en út úr þessu sjáum við líka fyrir okkur að komi alls konar samstarfsverkefni þar sem við erum ýmist að sækja fjármagn, þekkingu eða einhverjar lausnir sem geta nýst okkur,“ segir Dagur.

Dagur segir samkeppni verða um að komast í hóp þessara borga. „Við þurfum allavega að tjalda öllu til sem að við eigum en ég á von á miklum áhuga og mikilli samkeppni.“

Hann segir að þættir sem styrki stöðu Reykjavíkur séu áform um borgarlínu og að setja Miklubraut og Sæbraut að hluta í stokk. Eins telji frekari flokkun úrgangs og áætlanir um að fá atvinnulífið í samstarf um öflugra hringrásarhagkerfi. Þá séu orkuskipti líka lykilþáttur sem teflt verði fram – og það er til mikils að vinna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -